Hæmm, ég er búinn að vera að reyna allt til þess að laga vandamálið mitt en hingað er ég kominn þegar ég er búinn að leita allra úrræða.

Þegar ég er í td eve, og þetta gerist alveg randomly, stundum er allt í lagi í marga klst eða jafnvel daga, þá frís leikurinn og öll icon, myndir, og bara allt í leiknum breytist.
Þar sem mynd af characternum mínum á að vera kemur td logo af skipinu eða einhverjir stafir sem eiga að vera annarstaðar, þar sem að bara venjulegt icon á að vera gerist það sama (eða koma grænir flekkir og bara eitthvað rugl), og þetta er svona í öllum leiknum.

Ég get hreyft músina en sú hreyfing tekur 20 - 30 sec að birtast á skjánum, og með dágóðum tíma get ég lokað leiknum og þá get ég browsað netið, horft bíómyndir, en ekki farið í neinn leik þangað til ég er búinn að restarta tölvunni, en þetta vandamál er með alla leiki sem ég spila.

Ég er með alla nýjustu drivera, nýjasta bios, allt software er í 100% lagi, búinn að vera með win vista og xp.

er með
2x 8800 ultra skjákort
4gb 1066 corsair dominator minni
q6600 örra
msi p6n diamond móðurborð
sound blaster x-fi xtreme gamer hljóðkort
800w PSU, ég veit að það er recommended 950w fyrir 8800 SLI en ég er búinn að prófa að vera með eitt kort í tölvunni í einu en það breytti engu.

Þetta er búið að hrjá mig frá því síðan ég keypti tölvuna fyrir næstum hálfu ári síðan. en það sem ég er búinn að gera er.

testa sitthvor skjákortin, semsagt ekkert að þeim.

móbóið suportar 800hmz minni original en ég klukkaði það í 1066, hækkaði öll volt nátturulega sem ég þurfti, er líka búinn að vera með minnið stillt í 800mhz minni og líka búinn að setja það í 1:1 hlutfall á móti FSB, en ekkert hefur virkað hingað til sem hefur stoppað þetta rugl hjá mér.

En það sem mig grunar mest, er þetta minnisrugl hjá mér, það var kanski ýkt mikið fail að kaupa þetta minni en ég vill fyrst frá secondary álit áður en ég versla mér 800mhz plötur.
Það er samt skrýtið ef að minnið væri í ruglinu því ég hef prófað að hafa það á 800 mhz sem að móbóið á að supporta 100%, (á réttum timings og volts væntanlega).

Takk
binary
Space and time are not conditions in which we live; they are simply modes in which we think.