Kvöldið.

Þannig er mál með vexti að ég er með tölvu frá frænku minni sem er gjörsamlega í steik. Þegar ég kveiki á henni (ef hún nær þá að boot-a sér) þá kemur alltaf error og maður kemst ekki í windowsið. Ég googlaði villuna og mér sýnist á öllu að vélin sé sýkt af sasser ormi. Þar sem ég kemst ekki inní windowsið (fæ ekki einu sinni að reyna að starta í safe mode) þá var ég að spá í að rífa bara diskinn úr og skella í flakkara og keyra svo removal tool til að reyna að losna við orminn.

Þess vegna var ég að spá, ætti ég ekki að vera nokkuð safe með að smitast ekki sjálfur af vírusnum ef ég er með þokkalega vírusvörn?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _