Ég er með compaq deskpro p2 266 vél sem ég er að verða algjörlega geðveikur á!!!
Sko ég er með skrifara sem mágur minn tengdi á sínum tíma fyrir mig en hann setti hann á sama IDE kapal og geisladrifið er á svo ég gat ekki skrifað on the fly (frá geisladrifinu yfir á skrifarann). Ég opnaði tölvuna áðan og ætlaði að redda þessu á smástund…. tveimur klukkutímum seinna skrifa ég þetta.
Harði diskurinn var á IDE controller (veit ekki hvort hann er á 1 eða 2) tengdur með stuttum kapli sem gerir bara ráð fyrir einu tæki og jumperinn var á standalone og svo voru skrifarinn og geislinn á hinum controllernum. Ég reif þetta úr og setti skrifarann og HD saman og geislann sér, kveiki á tölvunni og hún bootar ekki. Tékkaði á öllum jumperum og öllu aftur og aftur og var nánast kominn á það að ég hefði eyðilagt eitthvað vegna þess að ég var soldið að flýta mér og kannski ekkert að passa mig of mikið en ákvað að prófa að aftengja tækin og starta einu og einu til að sjá hvaða tæki væri með vesen… á endanum kemst ég að því að það er geislinn og þar sem hann var á nýjum kapli sem var ótrúlega stífur í (nei ekki öfugur) þá setti ég annan kapal á þetta en hún bootar samt ekki ef þetta er tengt, ef ég tek hann úr sambandi þá er allt í himnalagi…
kannski löng saga en stundum þarf maður að koma svona hlutum frá sér. Er einhver sem hefur hugmynd??

P.S.
Ég væri nú alveg til í að hrækja framan í fíflið sem ákvað að compaq skyldi búa til sinn eigin BIOS…..
<br><br>Of all the things I´ve lost it´s my mind I miss the most…