Jæja þá er kominn tími á að uppfæra, og það verður allt keypt stakt..

Líst vel á tölvutækni en ég ætla ekki að peista öllum linkunum á vörurnar heldur segja ykkur bara í stuttu máli hvað ég er með í huga -

GA-P35-DSR
E6750 2.66GHz
GeForce 8800GTS 512mb (G92)
Kingston Hyper-X 2gb KIT 1066mhz PC8500

..restin skiptir ekki máli, veit hvað ég er að kaupa

en nú spyr ég, er sniðugra að fá sér frekar E6850 örrann í stað E6750? Munar einhverjum 5kalli, makes no difference to me.. ég er ekki búinn að lesa mig neitt til um yfirklukkun en mér skilst að það sé allt í lagi ef það er farið rétt að.

ég er pottþéttur með skjákortið, veit bara ekki með framleiðanda, þetta er allt sama shitið svo ég var með eVGA í huga, en okai, minnið..

Ég mun koma til með að nota XP Pro, er mikill leikjakall og ætla mér einmitt að kaupa Crysis og COD4

Mynduði ráðleggja mér að kaupa 4gb 800mhz í stað 2gb 1066mhz? Ef svo er, afhverju?



Bætt við 8. janúar 2008 - 07:03
Smá villa en það á að vera DS3R ekki DSR
...