Ég var að kaupa nýja tölvu og er með inno3d framleitt gforce 8800GT oc skjákort og 22“ lcd skjá frá acer.

Allt virkaði fínt meðan ég var að setja upp stýrikerfið og drivera og fleira en svo klukkutíma síðar alveg upp úr þurru datt skjárinn út og sýndi bara ”no signal“. Núna kemur aldrei neitt upp á skjáinn, sem sagt ”no signal" frá og með ræsingu á tölvunni.

Ég tengdi skjáinn í dvi pluggið á gömlu tölvunni minni og hann virkar fínt. Mér finnst líklegast að þetta sé eitthvað tengt skjákortinu en ég bara veit það ekki. Einhverjar hugmyndir? Takk fyrir hjálpina.

Bætt við 6. janúar 2008 - 13:25

-Titillinn átti að vera lengri en þetta klúraðist eitthvað:J