Já halló!

Ég var að uppfæra, fékk mér amd 1500+ og aopen ak73 pro A móðurborð.

Ég veit það að hann virkar eins og 1500mhz örgjövi með nýrri tækni en keyrir á 1,33 gz klukkutíðni..

Þegar ég starta tölvunni þá stendur Amp xp 1000mhz?

Hvernig get ég séð hvað örrinn er að keyra á nákvæmlega?, á hann ekki að keyra á 1,33 nú eða 1500+? :)

Svo er það kassaviftan:

Ég keypti mér Dragon kassann frá hugveri og keypti líka viftu til að setja innan á kassann en ég er síðan með coolmaster á örgjövanum en það heyrist í tölvunni eins og í flugvél! :)

Þessi vifta(kassaviftan) kostaði 1200 kall í hugver en nú veit ég að amd hitnar mjög mikið og gott að hafa góða kælingu en verður þetta svona í framtíðinni?, verða vifturnar alltaf öflugri og öflugri og alltaf háværari tölvur?

Gætu þið eftilvill bent mér á einhverja hljóðlátari viftu, mér er sama þótt hún kosti 10000 kall, var með hina tölvuna kveikta á, á nóttunni en núna get ég það ekki?

Fyrirfram þakkir
Vitgrannur maðu