Ég var ekki viss hvar ég átti að setja þetta en ég prufa hérna.

Þannig er að ég formataði tölvuna hjá mér um dagin og allt gekk fínt. Setti inn drivera fyrir móðurborð driver fyrir skjákort og alla drivera sem eiga að fara inn.
Directx fór að sjálfsögðu inn líka.
En í hvert skipti sem ég reyni að spila leiki, hendir tölvan mér bara út í Windows.
Áður en ég formataði var ekkert mál að spila leiki.
Hefur einhver lent í einhverju svipuðu.
Ég hef reynt að uninstalla og installa leikjunum aftur en það hefur ekki hjálpað.

Það gerðist reyndar að ég setti fyrst inn driver fyrir skjákort áður en ég setti drivera fyrir móbó, getur það haft svona mikið að segja.
Ég er búinn að uninstalla þeim og setja þá inn í réttri röð síðan.
Verð ég kannski að formata aftur?

Með von um hjálp.

Doct