já það vill svo óheppilega til að þegar ég kom heim einn daginn og skildi eftir kveikt á acer fartölvunni minni var slökkt á henni, og enginn kannaðist við að hafa slökkt á henni,
svo ég kveikti á henni og það heyrðust þessi yndislegu brök úr viftunni eins og hún væri sífellt að rekast í eitthvað, get ekki alveg lýst þessu, en þetta hljómaði frekar eins og eitthvað úr tölvunni en viftan..

svo ég opnaði þetta og þá er bara helvíti mikið ryk þarna inni en ég sé ekkert að..
þetta er ósköp venjuleg fartölvuvifta með svona hlíf yfir og dáldið lítil,
en hún var verulega hávær og ég er að spá hvort einhver viti um góða viftu sem er ekki svona hávær?

og hvort einhver hafi lent í svipuðu eða viti svona nokkurnveginn hvað er að..

væri flott að fá hjálp..