Var að splæsa í nýjan turn í gær (Q6600-2GB DDR2800-8800GT superclocked) og ætlaði að prófa hann almennilega svo ég sótti crysis demóið, en mér tekst ómögulega að spila það.
Eftir að ég kveiki á því sé ég menuið í svona 5 sekúndur og síðan koma bara fullt af bláum línum út um allt og á endanum fæ ég “No Signal” á skjáinn og það eina sem ég get gert er að rístarta.
Ég get aftur á móti spilað Half Life 2 í hæstu graffík stillingum mögulegum og World in Conflict demóið virkaði fínt(það var reyndar með smá bögg þegar ég reyndi að kveikja á DirectX 10 en það tókst á endanum). Hefur einhver hérna lennt í einhverju svipuðu eða dettur einhverjum í hug hvað er að? Þetta er ekkert með hitastigið að gera enda gerist þetta allt of fljótt til þess. Ég er með nýustu skjákorts drivera og tölvan virðist virka alveg fínt fyrir utan þetta :S