Móðir mín er með 3 ára Dell Inspiron 8600 og gærkveldi kom BSOD upp og hún restartar sér og
síðan gengur þetta bara svona þangað til að ég slekk á henni.
Ég næ ekki að sjá hvað stendur skjánum þegar
því að það kemur svo í stuttan tíma.

Ég ætlaði að prófa að formatta og henda windows upp aftur á hana en ég hvorki næ að formata og byrja á setupinu eða eyða partitioninu, það kemur alltaf “Volume is corropted” og biður mig
svo um að ýta á F3 til að hætta.

Hún var í solitare þegar þetta gerðist þannig
að ég veit ekkert hvað er upptökin á þessu.

Næ ekki starta henni í Safe Mode, Safe Mode with Dos
eða Safe Mode with Network.

Reyndi að fara í Repair Windows en ég kann ekkert á það dæmi.

Þannig að ég spyr, er eitthvað hægt að gera án þess að eyða stór féi í hana eða er bara ráð að kaupa nýja tölvu?