Tölvan gjörsamlega læsist, ekkert hægt að gera nema ýta á restart takkann, alltaf þegar ég er að spila leiki (all kinds of them, Tribes2, Counter-Strike, Jumpgate…) gjörsamlega random HVERNÆR þetta gerist en þetta gerist nokkuð fjandi oft…

áður en þið farið að áætla að þetta sé bara vélbúnaðinum mínum að kenna, þá er allt í fína lagi með hann, því að hún fraus aldrei svona áður en ég installaði Win2k. Að vísu leið þónokkur tími áður en hún fór að böggast eftir að ég installaði Win2k, þannig að ég býst frekar við að þetta sé driverunum að kenna (menn hafa verið að tala um að nýjustu Nvidia driverarnir séu böggaðir)… einnig sagðist einhver hafa átt við sama vandamál að stríða og sagði mér að slökkva á Fast Writes í BIOSnum (sagði að Fast Writes og AGPX4 pössuðu illa saman)… ekkert Fast Writes í mínum BIOS (via chipset)… so, dettur ykkur í hug hvað er að? Ná í gamla drivera (hvaða drivera og hvar?) grauta eitthvað í BIOSnum? PUUHHLEES help me with this…


Mucho thx for your help… =)