Þannig er mál með vexti að ég sit núna með 3ja ára grip í fanginu og stundum langar mig bara að grýta þessari fartölvu í næsta vegg.

Lyklaborðið er allt í fokki, þegar ég ýti á po og io þá koma svona skemmtilega o alltaf með, þetta gerist bara þegat tölvan er orðin heit.

Vinstri músartakkinn virkar bara þegar ég ýti rétt á hann, eða hann virkar bara alls ekki, hundleiðinglegt vesen þar á ferð.

Svo er það batteríið/hleðslutækið. Annarð hvort þarf ég að halda sérstaklega við það svo að tölvan sé í sambandi, því hún hleður sig mjög sjaldan. Þannig að hún er að drepa á sér í tíma og ótíma sem gerir mig mjög prirraða.

Er kominn tími á nýja tölvu, eða borgar sig að láta gera við hana?