ég sendi inn kork fyrir stuttu sem fjallaði um sjónvarpið mitt, ég sagði að ég ætlaði að kaupa skjákort með TV-OUT tengi, til að horfa á myndir/þætti í sjónvarpinu, og nú er ég búinn að kaupa það, MSI GeForce NX7600GS 512 mb(held ég). Síðan uppgötva ég að ég er bara með max 300W aflgjafa, en minimum fyrir skjákortið er 350W ég hef augastað á einhverjum cheap aflgjafa sem á að duga, en var að pæla hvort að allir aflgjavar væru mjög svipaðir, og að flestir pössuðu inn í hvaða tölvu sem er. Var mest að hugsa hvort að hann hefði næg tengi til að styðja allt í tölvunni og hvort að hann myndi passa í tölvuna.. Eru allir aflgjafar svipað stórir? Og eru miklar líkur að hann myndi ekki passa í tölvuna.

Get gefið upp þær upplýsingar sem ég veit um aflgjafann, tegund tölvukassans og aflgjafans sem ég myndi kaupa.

Minn aflgjafi:
MODEL: ATX - 300
INPUT: OUTPUT:
115 VAC +12V 15A MAX
7A MAX +5V 30A MAX
60 HZ
230 VAC +3.3V 20A MAX
4A MAX -5V 0.5A MAX
50 HZ -12V 0.5A MAX

+5V/SB 2.0A MAX.

vil taka til greina að þetta er það sem að stendur á sjálfum aflgjafanum, ég fékk engar upplýsingar með tölvunni (Uppfærsla frá Tölvulistanum)

http://www.tolvulistinn.is/vara/92
(Vil líka bæta við hér að ég er bara að leita að einhverju sem dugar, ekki hugmyndin að spreða í eitthvað Hi tech rusl.

Medium Tower turnkassi 520W - með 2 USB tengi á framhlið, þetta er mjög svipað því sem að ég á bara heitir Artemis eða eitthvað álíka. http://tolvulistinn.is/vara/81 fann ekki betri mynd af kassanum, vissi ekki hvað hann hét og fann því ekki mynd á netinu.

ég gæti svo sem keypt þennan aflgjafa til að gá, þar sem að hann er hræódýr, en datt í hug að það væri betra að fá álit frá einhverjum sem eru betri í þessu en ég, veit nánast ekkert um tölvur þannig að ef einhver þekkir þetta þá væri frábært að fá smá hjálp. Og vona að upplýsingarnar geri eitthvað gagn…




Bætt við 8. október 2007 - 20:49
Þegar að ég segi held ég í sviga, þá er ég að tala um memory-ið eða MBætin í skjákortinu, veit alveg hvað kortið heiti