Keypti mér fyrir 2 árum svona Lacie utanáliggjandi harðandisk (250GB) og hefur hann reynst mjög vel. Ótrúlega þæginlegt að geyma gögnin sín þar, þar sem ég er að vinna mikið með bæði myndir, video og tónlist.

Svo varð ég fyrir því óhappi að hann datt á gólfið af borðinu, og núna virkar hann ekki. Það kemur ljós á hann þegar ég kveiki á honum en svo heyrist alltaf svona “click - click” - hljóð og ekkert gerist.

Spurning hvort að lesararnir hafi eitthvað hreyfst til ?
Er möguleiki á að laga þetta ?
Og ef svo er… er það ekki klikkað dýrt ?

….ohhh ég var svo að treysta á að þetta væri back-upið mitt… en maður lærir bara á þessu og nú veit ég næst að alltaf að hafa tvö back-up ;)

:(