Þannig er mál með vexti að ég keypti mér 500GB sata disk fyrir soltlu og tengdi hann í rafmagn með ( http://sierra-cables.com/SATA/Images/SATA-Power-Cable-1.jpg ). En alltaf þegar ég var að vinna með eitthvað á disknum fraus tölvan eftir nokkrar mínútur (öll lög, öll forrit og allt sem var á disknum). Það sem ég gerði var að taka þessa snúru á myndini í burtu og tengja 4-pin tengi bara beint í diskinn, með árangri. Fraus aldrei eftir það….þangað til núna, ég var að formatta (nennti ekki að vera með vista lengur og setti bara XP aftur) og þetta er aftur orðið svona. Mín spurning er, hefur eitthver lent í þessu og hvernig laga ég þetta?
fyrirfram þakkir, Galdrakall.

Bætt við 23. september 2007 - 20:23
diskurinn sem ég formattaði er ekki sata diskurinn, heldur 250GB IDE