Ég er búinn að kljást við þetta vandamál í u.þ.b. hálft ár.

Búinn að posta þessu vandamáli á flesta útlenska korka og engin ráð hafa virkað.

Well ég er með AMD Athlon T-Bird 1400MHz örgjörva, ASUS A7A266 Socket A móðurborð, GeForce2 MX 400 skjákort og 300W power supply.

Vandamálið er að í öllum OpenGL leikjum (Quake3, Wolfenstein ofl.) þá frjósa leikirnar í 20 sek. og slökkva svo á sér og Illegal Operation villan kemur upp. Ég var með 250W PSU og gaurarnir á útlenskum korkum sögðu bara að þetta væri PSU-inu að kenna. Ég keypti nýtt PSU (300W) og það var alveg eins.

Það er mismunandi langur tími þangað til leikirnir frjósa og slökkva á sér.

Ég er búinn að setja upp nýjustu skjákorts driverana, ALi chipset driverana, VIA driverana og alla nýjustu driverana!

Ég er orðinn gífurlega þreyttur á þessu.

Getið þið komið með einhverja lausn? :/<br><br>
<a href=“mailto:gaui@gaui.is”>gaui@gaui.is</a> / <a href="http://www.gaui.is">www.gaui.is</a
Gaui