Það er nú mál með vexti að núna fer mig að vanta nýtt skjákort. Ég er með ATI x600 pci-express sem er EINSTAKLEGA slappt kort en tel mig hinsvegar vera með ágætan búnað annarsvegar. En ég vill spyrja ykkur með hvaða korti þið mælið með. Mig vantar kort sem ætti að halda mér í góðu fpsi í Cs:s og þarf helst að kosta kringum 10 þúsund því ég hef einfaldlega ekki efni á mikið meiru ^^.

Intel pentium 4 3.20 ghz
1 gíg í ram

hef verið að hugsa um geforce 7600, 8600 eða 7900(er samt ekki alveg að tíma því) er bara ekki viss hvort þau höndli source, nema það sé bara komin tími á að taka alla tölvuna í gegn.
Danskur