Ég er að reyna að setja saman tölvu enda sú gamla orðin úr sér gengin, það sem ég er búinn að versla er örgjörfinn qx6700 quad örgjörfi frá Intel. Ég hef hugsað uppsetninguna einhvernveginn svona
- Örgjörfi QX6700 frá Intel
- Móðurborð P6N Diamond frá MSI
- Grafískt kort geforce 8800 GTX eða Ultra
- Vinnsluminni að minnsta kosti 4 GB
Þetta er það sem ég hef verið að hugsa en það vantar hluti í þetta eins og aflgjafa. Allar tillögur eða athugasemdir eru vel þegnar enda hef ég enga þekkingu til að gera þetta án hjálpar.
Kv. Innkaupalisti