Árið 2001 verður að sögn margra minnst fyrir það – að því er segir í PC World - að vera
árið sem flatskjáir urðu loks viðráðanlegir í verði. Lækkun á verði flatskjáa á síðustu
tólf mánuðum gæti hins vegar hafa náð botninum og því kann að vera tækifæri núna til að
næla sér í slíka skjái, segir í blaðinu. Sérfræðingar telja að innan skamms hækki verðið á
flatskjám aftur vegna þess að framleiðendur anna ekki eftirspurn.