Sælir

Ég keypti mér nýlega 1gb pc3200 minni frá computer.is Ég var fyrir með 2x512mb pc3200 sem fylgdu með tölvunni og voru að vinna dual channel.
Vandamálið er að þegar ég bæti við 1gb minninu þá virðist vera sem eitt 512 mb minnið detti út og það kveikni ekki á því. Ég hef verið að velta mér svolítið upp úr þessu, hef prufað að breyta um raufir, staðsetja þau mismunandi og prufa hvert og eitt sér en það breytir engu, þau virka öll fínt nema þegar þau eru öll saman í móðurborðinu. Er semsagt með þetta upp sett svona:

slot 1=512 MB - slot 2=512 MB - slot 3=1GB - slot4 = ekkert

Alltaf þegar ég hef sett þetta svona upp, þá virkar bara minnin í slotti 1 og 3, ég get breytt þessu á ýmsa vegu, en það virðist alltaf vera að miðjuminnið virki ekki. Ég hef verið að spá hvort þetta er vegna þess að ég er að nota dual channel minni og 1gb minnið passi ekki inn í þetta, en hef ekki komist að neinni almennilegri niðurstöðu og langar að sjá hvað hinir vitrari segja við þessu.