Þannig eru mál með vexti að ég keypti nýja tölvu í Tölvulistanum á þriðjudag… ég valdi alla hlutina í hana en þeir settu hana saman fyrir mig, þar sem ég er ekki beint ofurflinkur í því.

Ég kem með hana heim, og fer í að setja upp winxp. partition gerð, formatað, svo byrjar installið, allt í fína lagi. Svo byrja að koma blikkandi grænir pixelar á vissum stöðum á skjánum (ég hef kynnst því einusinni áður, þegar gamalt skjákort sem ég átti fór að ofhitna). Svo fór skjárinn að verða svartur í 2-3 sek í einu á svona 30 sek fresti. Svo gerðist það oftar og oftar þangað til engin mynd kom á skjáinn. Þá prófaði ég að taka skjásnúruna úr, og setja hana aftur í, og þá kom myndin aftur, en grænu pixelarnir voru útum allt.

Þegar hér er komið þá er windows uppsetningu lokið, en ég var orðinn hálf þreyttur á þessu, svo ég fór bara að sofa, og hringdi í Tölvulistann daginn eftir. Ég lýsti fyrir þeim hvað gerðist, og þeir sögðu að skjákortið væri að ofhitna, ég fer með tölvuna niðreftir til þeirra og þeir setja auka viftu í tölvuna. Ég fer með hana aftur heim, og það nákvæmlega sama gerist, jafnvel fyrr í þetta skiptið. Í þetta sinn reyni ég eitthvað að fikta í skjákorts driverunum, en tek eftir því að það tekur liggur við allt minnið bara að færa gluggana til á desktopinu.

Nú nennti ég þessu algjörlega ekki lengur, og fór með tölvuna á verkstæðið til þeirra. 2 dögum seinna var hringt í mig og mér sagt að þetta væri biluð windows uppsetning. Ég var nú hálf skeptískur þar sem þessar villur fóru að gerast áður en windows var uppsett.

Ég læt mig þó hafa þetta, fer heim, og prófa alveg nýjan winxp disk. Nákvæmlega það sama gerist og við fyrri diskinn. Vinur minn bendir mér á að prófa linux live cd, og ég næ mér í ubuntu (veit gjörsamlega ekkert um linux). Grænu pixelarnir komu þegar ubuntu valmyndin kom upp eftir að diskurinn bootaðist, en þegar í stýrikerfið var komið, virkaði það alveg 100%. ég leyfði því að malla smá, fór svo í nokkra spilaleiki, en ekkert gerðist.

Þetta bendir allt á hardware bilun, kannski móðurborðið, en þetta með linuxið flækir ráðgátuna til muna. Endilega commentið ef þið getið hjálpað mér.