Var að hugsa um að kaupa mér tölvuskjá í sumar. Orðinn frekar þreyttur á að horfa á HD myndir á litla lappanum og ætla svo hvort sem er að fá mér xbox 360 og þá er bara betra að geta spilað í high definition.
Ég fann þessa tvo og er að spá hvor væri betri
http://www.computer.is/vorur/6580
http://www.computer.is/vorur/6360/
Þeir eru nánast alveg eins fyrir utan að fyrri hefur 800:1 í skerpu og 16,2 milljón liti en seinni hefur 700:1 skerpu og 16.7 milljón liti. Fyrri hefur líka innbygða hátalara en ég reikna alveg með því að þeir séu rusl og svo á ég líka góða hátalara. Sjálfum líst mér betur á fyrri skjáinn en ég veit samt eiginlega ekki hvort skerpan sé mikilvægari en litirnir. Með hvorum mælið þið?
Líka ef þið vitið um einhverja aðra betri skjái meigið þið endilega benda mér á þá. Má ekki kosta meira en 30 þúsund og verður að hafa helst eitt VGA og eitt DVI tengi en má líka hafa tvö VGA tengi. Eins og ég sagði verður hann aðalega notaður í að horfa á HD myndir og xbox 360. HDCP skiptir mig engu máli og stærðin þarf ekkert endilega að vera 22“, get alveg sætt mig við 19” widescreen svo lengi sem að myndin sé góð.