Sælir
Ég er aðeins búinn að vera vesenast og var að pæla í einu sem ég ælta að bera undir ykkur.

Þannig er það að ég er að smíða mér tölvu í bílinn, vill ekki nota venjulegan disk vegna þess að þeir eru svo viðkvæmir, þess vegna var ég að pæla hvort ég get notað usb minniskubb í staðinn fyrir harðan disk.
En þá var ég að pæla hvort hún verður þá kanski alltof hægvirk.
Er búinnn að vera skoða að fá mér 4gb DOM disk, en þeir kosta bara svona 15-20.þ komnir til landsins á meðan minniskubbarnir eru miklu ódyrari.