Sælir hugar!Ég var að skrá mig hérna inn á huga og datt því í hug að leggja fyrir ykkur spurningu..
Ég er með gamlan harðan disk úr 486 vél sem hafði krassað og það var ekki hægt að boota af disknum en samt hægt að sjá eitthvað af folderunum á honum og svo kom bara read error.
Ég keyrði spinrite á hann (www.grc.com) sem er forrit sem á að gera kraftaverk en það fraus bara einhversstaðar í ferlinu og þegar ég restartaði þá sá hún engan disk!!
Diskurinn finnst í bios en ég fæ bara invalid drive specification í dosinu..
mestar líkur á því að svona gamall diskur sé bara ónýtur en ef einhver hefur lent í álíka dæmi og fann lausn á því þá væri gaman að heyra frá ykkur….