Er með Acer lappa og finnst svolítið þreytandi hvað hann verður heitur. Hef tekið eftir því að viftan fer nánast aldrei í gang jafnvel þó að harðidiskurinn og örgjörvinn eru komnir nokkuð yfir 50° og tölvan þá orðin mjög heit við viðkomu. Viftan lætur oftast heyra í sér þegar ég kveiki á tölvunni, þá er hún eins og ryksuga en deyr svo strax út um leið og windows fer að boota. Var að spá hvort ég gæti stillt það einhversstaðar að viftan væri bara alltaf í gangi þegar ég er með tölvuna í sambandi eða þá hvort þið vitið um eitthvað forrit sem getur stjórnað viftuhraða á acer löppum. Er búinn að prófa bæði speed fan og notebook hardware control og hvorugt þeirra gat fundið viftuna, endilega bendið mér á fleiri svona forrit ef þið vitið um þau.