Jæja ég er að fara kaupa mér nokkra tölvuhluti en þarf að fá smá hjálp.

Það sem ég ætla kaupa er móðurborð, örgjörva, vinnsluminni og harðann disk.

Ég er að pæla í að kaupa mér annaðhvort Intel Duo E6600 eða Duo E6700, er sirka 8 þús kr munurinn þess virði að vera fara uppí E6700?

Ég er að spá í að kaupa mér 2 Gb minni 800 Mhz (er það ekki mun skynsamlegra en að vera kaupa 677 Mhz svona uppá framtíðina að gera?)

Harður diskur, engar spurningar um hann.

Móðurborð, þar stoppa ég aðeins, veit ekkert hvaða móðurborð ég ætla að kaupa mér.
Ég er ekki í neinum overclock pælingum, en vil auðvitað að þetta dót virki almennilega og að jafnvel næsta haust geti ég keypt mér nýjann mun betri örgjörva sem ég gæti bara sett í og hann myndi virka.
Eru til móðurborð sem geta tekið allt að 12Gb í minni? (semsagt 6 minnisraufar), flest eru bara með max 8 Gb og með 4 raufar.
Vil hafa að minstakosti 5 tengi (sata) fyrir harða diska.
Eru ekki öll þessi móðurborð í dag orðin plug and play, eru ekki jumperar úrelt fyrirbæri?
Ég ætla að nota Dragon kassa sem ég á en hann er ekki með nein USB tengi eða neitt slíkt framaná sér, var með svoleiðis á Medion tölvunni sem bilaði hjá mér og þótt það mjög þægilegt, er hægt að fá svona panel með móðurborðunum eða kaupir maður það sér? Svona þar sem eru headphone tengi, flashminnisraufar, usb tengi og firewire tengi.

Var að horfa á eitt móðurborð:
Móðurborð sem Tölvuvirkni selur

Hvernig er þetta? Hvernig vifta fer á örgjörvann á þessu borði?
Ég er tilbúinn að borga max 25 þús fyrir móðurborð.
Endilega bendið mér á eittthvað flott, og hvað er að vera Conroe Ready?
Er eitthvað sem ég á að passa mig á að móðurborðið hafi eða passa mig á að kaupa alls ekki ef móðurboðið hefur það.

Ég ætla að byrja á því að nota gamalt skjákort sem ég á sem er nVidia 6600 something 128 mb, það er fyrir PciE X16 tengi. Svo seinna í sumar kaupi ég mér sennilega eitthvað nVidia 8800 kortið.

Málið er að ég ætla mér að nota gamlann (sirka 4 ára) Dragon kassa sem ég á, hann er með 340 watta ATX aflgjafa, er það nóg, veit að þegar ég fæ mér nýtt skjákort þá þarf ég að fá mér að minnstakosti 450 watta aflgjafa.

Um daginn sá ég líka einhversstaðar ATX 2 hvað er það? Hver er munurinn á ATX og ATX 2?

Og hver er munurinn á SATA og SATA 2, get ég pluggað SATA disk í SATA 2 tengi, líta þessi tengi alveg eins út eða er einhver munur?

Málið er að ég er með takmarkaðann pening eins og er, vil fá sem mest og best útúr honum. En mig vantar nýja og betri tölvu núna sem fyrst.

Ein spurning í lokin, í sambandi við 8800 nVidia kortin, sem eru með DirectX 10 stuðning, verður DirectX 10 bara búið til fyrir Windows Vista. Ég er nefnilega ekkert allt of hrifinn af Windows Vista eins og er. Ég vil halda mig við Windows XP þangað til þeir eru búnir að fínpússa fyrstu byrjunarörðuleikana í Windows Vista.