Hvernig prentara er best að kaupa í dag? Ég er að leita að prentara fyrir eldra fólk og datt í hug svona fjölnotagræjur, scanni/prentari/ljósritunarvél.

Gáfum þeim svoleiðis græju í fyrra frá Epson sem hefur prentað max 10 blöð og hann myndi teljast ónýtur vegna notkunarleysis. Búið að kaupa í hann ný hylki 2svar og reyna allar aðgerðir við hreinsun. Helvítið er bara stíflað.

Ég hef átt HP 1220c í nokkur ár sem hefur aldrei klikkað þrátt fyrir notkun sem slær hátt í skrifstofunotkun. En þetta er auðvitað ekki fjölnotagræja.

Er einhver með hugmynd að góðri græju.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.