hæbbs, ég veit ekkert hvort það er áhugi fyrir þessu en ég á fartölvu sem á sínum tíma hét medion C8 clawhammer, 17“” lcd með 64 bita örra og 5.1 hljóðkerfi, sem væri ekki frásögu færandi nema hvað að medion er þekkt fyrir að “rebranda” vélbúnaðinn sinn. ég ákvað um daginn að skipta út örranum í lappanum og fá mér nýrri útgáfu af örra sem kallast turion og til þess nýtti ég mér hina merku leitarvél google. Og þá kemur í ljós að eina sem ég þyrfti að gera væri að flasha biosinn í útgáfu 2.04a og skipta örranum út. Gamli örgjörvinn var amd athlon 64 3000+ DTR og sá nýji heitir turion 64 ML-37. Alveg frá byrjun stóð ég sjálfan mig að því að gráta yfir bæði viftuhávaða og hita frá þessu 5 kílóa flykki af lappa en eftir swappið á örranum er hún þögul og svöl. Hitastigin komu lækkandi úr 65°C í fullri vinnslu niður í hæst 49°C, og talvan rétt svo ræskir sig hvað viftuna varðar. Það sem kom mér á óvart var að rafhlöðuendingin varð ekkert mikið betri en áður, kannski 10% aukning á líftíma. Mig dettur í hug aðrir kaupendur þessarrar tölvu og þeirra sögur af henni. Ég býst við að nokkrir þarna úti hafi verslað þessa á sínum tíma í BT og deili skoðunum mínum á þessu máli. lokaorð= actic silver rúla