Ég keypti mér notaða Medion á uppboði fyrir aðeins meira en ári síðan, einhver pentium 3 eða 4 með 3.0 GHz örra.
Ég var mjög heppinn, fékk hana á mjög góðu verði og það var ný búið að strauja vélina og setja nýtt skjákort í hana. Það eina sem ég er búinn að gera og gerði mjög fljótlega eftir að ég keypti hana fékk mér 512 mb kingstone minni því það var bara 512 mb í henni. og ég keypti mér auka 320gb Western Digital HD.
Allt mjög flott og fínt og virkar mjög vel.

Undanfarið hefur hún byrjað á leiðindum, hún restartar sér alveg uppúr þuru, bara svona eins og einhver ýti á restart takann. Það er engin viðvörun, aldrei blue screen of death eða neitt. Og hún restartar sér alveg eðlilega inn í windows rétt eins og maður sé bara að kveikja á henni, kemur ekkert að það sé error á disknum eða neitt.
Og hún restartar sér bara alveg sama hvað er í gangi, án nokkurar viðvörunar eða neitt, alveg sama hvort eitthvað er í gangi eða ekki. Jafnvel þótt tölvan sé bara í gangi og windows uppi en ekkert forrit í gangi og ég er ekki að gera neitt í tölvunni þá á hún það til að restarta sér.

Ég hef áður lent í svipuðu veseni með eldri vél sem ég er með en þá kom alltaf blue screen of death áður en hún restartaði sér og mig grunaði strax þá skjákortið sem var svo rétt hjá mér og sú vél var í ábyrð þá. (Var rosalega flott 60 þús kr sérpantað skjákort, en það er önnur saga)

Þannig að mig grunar vinnsluminnið eða skjákortið en í raun hef ég ekkert fyrir mér í því.
Tölvan gengur fínt og ég er með veiruvarnaforrit og spywere-watching forrit svo ég tel mig var í ágætis málum svoleiðis, og tel mig ekki vera með eitthvað spywere sem gæti verið að orsaka þetta.

Get ég einhvervegin testað tölvuna, er eitthvað forrit til eða dettur ykkur eitthvað í hug sem ég ætti að prófa eða athuga.

Eins og ég segi þá er tölvan mjög fín, eina sem ég kannski finn er að mér finnst hún oft misjafnlega hraðvirk, þessvegna gruna ég kannski bilað vinnsluminni.
Og þetta er bara eins og einhver ýti á restart takann, alveg hrikalega pirrandi þegar þetta gerist. Og mjög misjafnt hversu oft þetta gerist, stundum 3 sinnum á 2 klukkutímum og svo í önnur skipti þá er tölvan í gangi í marga klukkutíma jafnvel nokkra sólahringa án þess að nokkuð gerist.

—-

[OT]

Ég fékk þessa geggjuðu hugmynd um daginn, það hafa allir sér flakkarabox fyrir HD mjög fínt og flott og allt það. En þau taka öll bara 1 stk HD, eru til svona flakkarabox sem taka t.d. 3-4 diska eða meira. Ef svoleiðis er til þá langar mig virkilega til að fá að sjá það.
Hugmyndin var bara stundum á maður gamla HD með efni, og maður vill kannski ekki setja diskinn í tölvuna. Eða vera með t.d. 3x 320 gb diska sem dæmi eða stærra. Diskur A - forrit, Diskur B - leikir, Diskur C - bíómyndir, bara svona sem dæmi.
Ein rafmagnsnúra og einn USB/Firewire capall.
Ég meina það ætti alveg að vera hægt að búa svona til. Ég á t.d. utanáliggjandi kortalesara með fjórum raufum og þegar ég tengi hann þá koma upp 4 ný drif í tölvuna og ég get notað þau öll í einu ef ég vil. Afhverju ekki multi-storage flakkari.

Jæja, vona eftir svörum frá ykkur.
Fyrirframm takk, takk.