Hefur einhver prófað að breyta hörðum disk úr FAT32 í NTFS? Tapar maður einhverjum gögnum? Á heimur.is stendur að það eigi ekkert að tapast en ég vill vera viss áður en ég geri þetta. Vill alls ekki að allt tapist sem er á drifinu. Þetta stendur á heimur.is

heimur.is
Þeir sem hafa verið að halda í gamla FAT32 harðdiskasniðið ættu að drífa sig í að skipta yfir í NTFS-sniðið. Auk þess að vera hraðvirkara og öruggara býður NTFS einnig upp á dulkóðun, þjöppun á möppum og diskum og aðra þróaða möguleika. Nánast eina ástæðan fyrir því að halda sig við FAT eða FAT32 sniðið er að geta komist í harða diskinn í gegnum DOS eða Windows 98.

Það er óþarfi að hafa áhyggjur, það er hægt að skipta yfir í NTFS án þess að endursníða harða diskinn og setja upp forritin og gögnin aftur af öryggisafriti. Start>Run er valið og cmd.exe er slegið inn og stutt á <Enter> til að fá Command Prompt skipanaglugga. Nú er convert slegið inn og síðan kemur bil og svo bókstafur harða disksins, tvípunktur, annað bil og að lokum /fs:ntfs. Þetta gæti t.d. litið svona út: convert c: /fs:ntfs ef breyta á C-drifinu yfir á NTFS-sniðið.

Bætt við 8. mars 2007 - 20:31
Er líka með partion magic 8. Það er hægt að fara í “convert partion” í því. Hefur einhver prófað það? gæti ég mist öll gögnin mín eða?
já og þetta er flakkari, veit ekki hvort að það breyti einhverju.