Ég næ að kveikja á tölvunni en þegar ég kveiki á einhverjum leikjum eða mörgum forritum í einu þá crashar tölvan líkt og að eitthvað sé að ofhitna og hún drepi á sér svo ekkert skemmist(ekki bluescreen-of-death)

Ég fylgdist með örgjörfahitanum á svona mælir sem erframaná tölvunni og hann fór aldrei hærra en 40°

Ég sótti eitthvað forrit og það sýndi allt hardware á eðlilegum hita (mælirinn framaná er ekki nákvæmur)

Ég fór samt að halda að örgjörfinn væri eitthvað bilaður eða eitthvaðsvo ég setti meira kælikrem á hann, og við það minnkaði hitinn mikið.

Hinsvegar skeður þetta ennþá ég crasha bara, ég er búinn að prófa að skipta um mynni og skjákort og tel mig fullvissann um að þetta komi því ekki við.

Getur verið að móbó-batteríið sé að valda þessu? að ég þurfi að skipta um?

Ég er með meira en nógu gott powersupply og nóg af viftum í tölvunni heatsinkið á örgjörfanum er barasta frekar volgt venjulega.

Er búinn að reyna að load'a fail-safe defaults og optimized en það breytir engu.

Örgjörfinn er pikkfastur og heatsinkið rétt á.

Ég er ráðþrota og kalla á hjálp ykkar.

Hvað gæti verið að?

Ef ekkert er að, hvernig fæ ég tölvuna til að hætta að slökkva á sér? Ég finn það hvergi í bios-menus.

Windows galli einhver kanski?

Hjálp!

SPECS: pentium d 805örri 2.6ghz - eikkað abit móbó - gamall 40gb harður diskur (ofhitnar ekki) - nvidia 7300 skjákort - 1gig memory sem virka