Ég ætlaði að fara að formatta tölvu fyrir frænku mína þegar ég lenti í því veseni að BIOS-inn er “læstur” - þ.e. hluti af honum er grár, ég get ekki valið nokkra möguleika eins og “Load failsafe defaults”, “Load optimized defaults” og “Set supervisor password”. Svo ef ég fer inní t.d. “Advanced BIOS featues” þá get ég ekki valið neina möguleika, og þ.a.l. ekki formattað!

Ef ég kippi batteríinu úr, ætti BIOS þá ekki að fara á byrjunarreit?

Any other thoughts? Þetta er Phoenix BIOS btw.Bætt við 18. janúar 2007 - 19:13
Þetta er komið :D

Ég tók batterí-ið úr og málinu er reddað :) Passwordið er horfið, BIOS-inn allur opinn og hann kom meira að segja nánast full stilltur til baka :D
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _