Ég er með vandamál með Windows Xp Professional.Í öllum OpenGl og Direct3D leikjum þá kemur það fyrir að eftir nokkra stund þá frýs leikurinn, en samt ekki tölvan, og sama hljóð kemur aftur og aftur. Og stundum þá crashar hún á desktoppið. Ég er með AMD 750mhz, 256mb sdram, ViA Kx-133 kubbasett og GeForce3 + Detonator Winxp 21.85. Ég var að spá þetta gerðist ekki í Windows 2000 þangað til að ég setti inn Via 4in1 driverinn.Ég hallast að því að þetta sé viaagp.sys driverinn í C:\\\\\\\\windows\\\\\\\\system32\\\\\\\\drivers möppunni. Getur það verið að winxp sé með innbyggða ViA drivera? Eða að viaagp.sys driverinn í winxp sé gallaður? Það er reyndar til patch fyrir þetta vandamál í Win2k sem er hérna http://support.microsoft.com/support/kb/articles/Q261/6/06.asp en það er ekkert patch komið fyrir winxp eins og að ég viti.Ég er búinn að reyna allt gera vélbúnaðartest á tölvunni, disabla agp raufina, setja inn via 4in1, updata BIOS-inn o.fl. Ef þið vitið eitthvað um þetta eða hafið lent í þessu endilega svarið þessum pósti.
Takk fyrir :)