ókei harði diskurinn í tölvu foreldra minna byrjaði allt í einu að hljóma eins og vélsög í dag. Ég slökti á tölvunni því að mér finnst eins og að hann gæti dáið á hverri mínútu. Við þurfum greinilega nýjan harðan disk en ég var að spá, er til eitthvað forrit sem að afritar allt sem að er á gamla disknum yfir á nýja? Ef svo er þyrfti ég þá ekki bara að skella nýjum disk í vélina, afrita allt draslið, taka svo gamla úr tölvunni og hennda windows upp aftur? eða gæti þetta forrit jafnvel afritað öll windows skjölin líka svo að ég þyrfti ekki að setja upp windows aftur(finnst þetta einhvernvegin ólíklegt)? Ég heyrði einhverstaðar um forrit sem að afritar ALLT sem að er á harða disknum þínum nema ég man ekkert hvað það heitir.