Ég var að kaupa mér snúru til þess að tengja tölvuna mína við sjónvarpið (S-video í Scart). Og ég fæ mynd en mér er ekki að takast að fá hana í lit, búinn að fikta í PAL og NTSC settningunum nema það breytist ekkert, og svo núna áðan þegar ég var eitthvað að reyna að átta mig á þessu kom svona stór fjólublár blettur á sjónvarpið, hann kemur á öllum stöðum og fer bara ef að ég tek snúruna úr sambandi og slekk á sjónvarpinu í smá tíma…hvernig í andskotanum á þetta að virka?

Bætt við 29. desember 2006 - 18:15
ókei mér tókst að fá þetta í lit, en þessi blettur kemur en þá við og við…veit einhvern hvernig ég gæti losnað við hann….