Ég var eitthvað að skoða á gamespot.com að lesa review um pray, og tók svo eftir svona auglýsingu “can your computer run this game?” og ákvað bara að prófa til þess að sjá hvar ég stæði. (hef alveg spilað leikinn og hann gengur fínt) Svo að það kemur eitthvað loading og svo fæ ég niðurstöður og ég vissi að leikurinn þarf í minnstalagi 2Ghz örgjörva en ég er bara með 1.67 ghz (intel centrino duo) svo að ég hélt að ég væri að rétt sleppa með að spila þennan leik en svo fæ ég undir CPU speed:
Minimum: 2 GHz
You Have: 1.67 GHz Performance Rated at 3.75 GHz, og “passed” merki við hliðiná. Hvað í ósköpunum þíðir þetta? er ég þá með 3.75GHZ örgjörva? ég hélt að hann væri bara 1.67 og væri þá bara 1.67 og gæti ekkert farið yfir það? Get ég þá alveg verið að spila leiki sem að krefjast 3Ghz eða eitthvað? Ég er búinn að vera að spila svo lítið af leikjum af því að ég hélt að tölvan mín ræði bara ekki við þá….???