Ég á lítinn flakkara, LaCie, 120 mb sem tengist bara í tölvu með usb tengi (fær rafmagn gegnum það). Í gær var hann í fínu lagi. Ég tók hann úr sambandi og lét systur mína fá hann og þá virkaði hann ekki.

Snúran er frekar léleg og helst aldrei í. Svo sé ég núna að það er eins og einn teinninn inni í tenginu á flakkaranum sé beyglaður, en það gæti líka verið vitleysa í mér.

Einhver ráð? Ég vil skiljanlega ekki að allt tapist af flakkaranum mínum. Það er mikið af myndum þarna sem er ekki hægt að bæta fyrir, fyrir utan alla tónlistina mína …

Bætt við 26. desember 2006 - 00:01
120 gb *