Eftir að hafa farið á smell um helgina uppgötvaði ég mér til hrellingar að 8+4 gig HDD er bara alls ekki nóg í dag fyrir þetta allra nauðsynlegasta. Þessvegna var ég að spá í að kaupa mér HDD. Vandinn er sá hvða merki ég ætti að kaupa mér, ég sé t.d. nokkra ódýra WD (western digital) diska í tölvulistanum en ég hef bara enga reynslu af þeim.

Hérna er eitt verðdæmið:
80 GB, Western Digital (WD800BB), 8ms, Ultra ATA100, 2mb buffer, 7200rpm == 29.900

á móti

75gb IBM Deskstar 75GXP (DTLA307075), 8ms, ATA100, 2mb, 7200rpm
39.900 (þennan þarf að sérpanta)

Þeir eru “jafnhraðir” (þá miða ég við tölurnar sem ég sé) en WD er stærri OG ódýrari.
Ég ætla hugsanlega að velja WD diskinn en er það ráðlegt?
Einhver með góða/slæma reynslusögu?
Auk þess væri gott ef þið mynduð koma með smá tips um aðra harðadiska.

<br><br>- - - - - - - - - - - - - -
<a href="http://kasmir.hugi.is/izelord">mamma thin</a
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.