Sæl öll sömul,
ég eignaðist Tvix m3100u ekki fyrir svo löngu síðan. Með tækinu keypti ég 300 gb harðan disk sem áður en ég vissi af var orðinn stútfullur af efni.
Það sem mig langar að spurja er hvort að hægt sé að bæta plássi við Tvixið áns þess að henda gamla harða disknum og kaupa nýjan stærri.
Ef það er engin leið til þess að bæta við minni þá hef ég hugsað mér að kaupa staka tölvu og tengja hana við sjónvarpið og nota sem media center, en þá þarf maður alltaf að ræsa hana og fara í gegnum Windows til þess að komast í skránar, það er svo miklu þægilegra að sitja upp í sófa og nota fjarstýringuna sem fylgir með Tvixinu.
Eða er til media center svipað Tvixinu sem býður upp á þann möguleika að tengja fleiri harða diska við og stækka stöðugt geymsluplássið?

Takk fyrir,
inner.