Ég er búinn að eiga í megavandræðum með internetið. Ég á að vera með 6 mb tengingu hjá símanum í gegnum usb adsl módem (speedtouch 330) en ég fæ bara 3mb í hraðaprófunum og packet qeueing detected sem þýðir að ég er með ógeðslega mikið loss og choke í cs bæði á útlenskum og oft líka á íslenskum serverum.

Ég er búinn að reyna að vinna með símanum í að laga þetta en fæstir þarna vita hvað er í gangi og ráðleggja mér eitthvað bull en ég fékk þetta í tölvupósti frá þeim:

“ Your PC/Workstation has a 17.0 KByte buffer which limits the throughput to 2.85 Mbps. The network based flow control limits the throughput to 3.07 Mbps”

sem þýðir að tölvan hjá þér takmarkar tenginguna hjá þér í 10.85 Mb/s þar sem þú ert

bara með 63K buffer.

Þú getur lagað þetta með forriti sem heitir Dr TCP, hægt er að nálgast það á http://www.dslreports.com/front/DRTCP021.exe



Þegar það er búið að ræsa forritið þá þarf að velja rétt netkort undir Adapter Settings og svo breyta tölunni í TCP Recieve Window í 256000 og ýta svo á Save,

ath að það þarf að endurræsa tölvuna við þessa breytingu.

ég er búinn að reyna að nota þetta drtcp forrit en það virðist ekkert virka eins og það sé ekki að save-ast í því og ég veit ekki alveg hvað ég á að velja í Adapder Settings

þrír möguleikar:

Microsoft tv/video connection
1394 net adapter
Realtek Rtl8139/810x family fast ethernet nic

En þar sem netið er tengt í gegnum usb þá veit ég ekki hvort þetta virkar (og hefur ekki virkað sem ég hef prófað)

Þannig að ég spyr hvort einhver mega góður tölvugaur getur hjálpað mér.!

Plísplísplís Timeless