Svo er mál með vexti að það er smá hökt í tölvunni þegar ég opna t.d. forrit á borð við ddc+, Azureus og ýmsa leiki .. FM 2006 etc. Þetta var aldrei svona áður og skil ég ekki afhverju allt er byrjað að taka svona mikið process..

T.d. þegar ég opna ddc þá er tölvan bara frosin í 5 mín :/

Ég er með enga drasl vél..
Intel Pentium 4 , 2,4 ghz
Radeon 9600 PRO
2x512mb 333mhz Kingston kubba

Þetta er 3 ára gömul vél og hefur hún virkað mjög vel hingað til.

Ég er með 3 partition og 2 harða diska. C (31,2 gb) þar er ég með Windowsið, D (58,5 gb) og E (239 gb). Ég er nýbúinn að formata C diskinn og setja Windowsið upp á nýtt og E diskinn en tölvan hefur lítið skánað.

Ég er að velta fyrir mér að formata stærsta diskinn þar sem ég er með allt share-ið mitt en hef ekki fengið mig til þess.

Mér finnst mjög skrítið að hún hökti ennþá svona þar sem ég er bara með Windowsið sett upp á einum diski og er nýbúinn að formata hann.

Ég var að velta fyrir mér hvort C diskurinn (windows) sé einfandlega orðinn slappur/ónýtur?

með von um gáfuleg svör,
Fat Chicks & A Pony….