Eitt sem ég var næstum lentur í núna fyrir stuttu, var það að ég setti DVD disk í drifið og ætlaði að sjálfsögðu að horfa á hana. Þá ræsist upp Win media player og samtímis kemur upp skilaboð um að ég geti ekki skoðað þennan disk afþví að hann tilheyrir Region 2 en ég sé með Region 1. Ekki var það nú rétt, hann er Region 1, þannig að ég fór í Power Dvd og spilaði hann þar. En það er ekki aðalmálið.
Þegar skilaboðin um að hann væri ekki í réttu svæði kom upp, þá gat maður skipt um Region, en það stóð að maður ætti bara eftir eitt tækifæri. “hmmm…er ekki hægt bara að henda forritu inn og setja þetta inn aftur og byrja þá aftur?” Nei, viti menn, þetta eru sérfræðingar í því að græða á manni. Þessi texti, sem stóð fyrir ofan svarar öllu:
“After Changes remaining reaches zero, you cannot change the region even if you reinstall Windows or move your DVD drive to a diffrent computer”
S.s. ef ég hefði ekki vitað það að þetta væri kjaftæði í forritinu að biðja mig að breyta Region og ég hefði valið Region 2, þá yrði ég takk fyrir að labba niður í tölvubúð og kaupa nýjan spilara? Er virkilega ekki hægt að svindla á þessu?
Hmmm….ég myndi kalla þetta bara gallaða vöru, eins gott að einhver sem kann ekki mikið á tölvu laumist ekki í tölvuna með disk keyptan í Bandaríkjunum.

Kveðja
Krosshol