Þegar ég ætlaði að kveikja á tölvunni minni í hádeginu þá gekk það ekki upp, og hún stöðvaðist strax í ræsingu. Þeas. Það kom upp þarna þar sem memory checkið er, en stóð bara
Main Processor: AMD SempronTM(2800)
<CPUID:0681>
(eða eitthvað í þá áttina) og stöðvaðist bara þar.. restartaði nokkrum sinnum en gerðist ekkert meira. Lét þetta bíða í 2 tíma meðan ég var í skólanum

Það gerðist ekkert óvenjulegt þegar ég slökkti á henni í gærkvöldi

þegar ég kom heim fór ég aðeins að fikta og prufaði að taka eitt og annað úr sambandi
tók allt usb tengt og lyklaborðið úr, aftengdi bæði geisladrifin, aftengdi harðadiskinn, prufaði að taka mynnið úr, en þá var enþá bara gult ljós á skjánum (eins og þegar það er slökkt á tölvunni), prufaði að skipta um mynnisrauf og allt kom fyrir ekki.

Hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta hljóti að vera Örgjörfinn, Móðurborðið eða Mynnið. Þetta er Kingston 512(að mig mynni) 400MHz mynni. Móðurborðið er eitthvað Gigabyte, n-force 2 dót og örgjörfinn er eins og stóð ofar AMD Sempron 2800xp.

Þetta þrennt (ásamt tölvukassanum) keypti ég haustið 2004. Skjákortið er eldra að gerðinni GeForce FX5200 ef einhverjum langaði að vita það.

En allavega vildi ég fá ráð hvað þetta gæti verið, og hvað ég gæti gert. Móðurborð, Örgjörfi og Mynni er helst ekki á fjárhagsáætlun, og vill prufa sem flest áður en ég fer í kaup
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF