Núna nýlega fékk ég mér tölvu frá att.is sem ég fékk alveg samansetta. En alveg síðan ég fékk hana hefur skjákortið (Nvidia GeForce 7600 GT ) verið að bögga mig. Ég get ekki spilað suma leiki, og flestir leikir hafa mismunandi vandamál.

KoTOR II t.d. verður sumt ( hurðir, veggir, óvinir ) svartir og gljáandi og ég get ekkert gert.

Í NFS: Most Wanted er eins og leikurinn hökti allsvakalega, en ég get svosem spilað leikinn þó erfitt og leiðinlegt sé.

Svo get ég keyrt WoW alveg án allra vandræða. Stöðugt 60 fps og 100 - 150 ms.

Þegar ég slekk svo á leikjunum frýs talvan og eina leiðin til að losna úr því er að svæfa hana eða restarta.

Og að lokum þegar ég kveiki á tölvunni keyrir talvan forrit áður en hún ræsir stýrikerfið sem heitir Nvidia Boot Agent, og þetta forrit virðist vera að leita að einhverju og það tekur forritið hátt upp í 10 mínútur, en virðist gefast bara upp að lokum.


Ég er búinn að prufa að installa glænýjum driverum, en það hafði ekkert að segja. Lengra en það nær tölvukunnátta mín ekki svo ég verð að biðja ykkur um að aðstoða mig.