Oftast þegar ég er búinn að spila erfiða leiki í dágóðan tíma eins og fear og cod2 og hl2 osv. þá kemur þetta helvitis memory error sem hljómar svona:
The instruction at “0x0050d607” referenced memory at “0x3f800000”. The memory could not be “read”

Og hvort sem ég vel ok eða cancel dett ég út úr leiknum.

Í fear og hl2 kemur þetta bara uppúr þurru en í cod2 gerist þetta þegar ég minimize-a í annað skipti.

Síðan er annað, ég keypti 250gb western digital disk af tölvulistanum fyrir skömmu en þegar ég er búinn að setja hann á slave og koma honum fyrir í tölvunni þá kemur hann ekki upp í my computer. Ekki heldur í flakkaranum mínum. Þetta er diskur sem ég ætla að geyma leiki og bíómyndir á, ekki stýrikerfið.

Ef einhver kann lausn á þessu er hann bestur okbæ