Þannig er mál með vexti að ég var að leita að driverum inná ati.com og taldi mig vera kominn með eitthvað í þá áttina. Svo reyndist ekki vera heldur var þetta Catalyst Control Center, en ég hafði þegar installað því með diski sem fylgdi kortinu. Allt í lagi, forritið reinstallaðist svo ég taldi að það yrði ekkert vesen.

Þegar ég reinstallaði tölvunni poppaði upp glugginn sem kemur þegar maður setur nýtt hardware og sagði mér það að það væri óþekkt hardware fundið. Í fyrstu hélt ég að þetta væri skjákortið sem hefði einhverra hluta dottið úr sambandi eða eitthvað. En þegar Windows fann engann driver fór ég að efast því það ætti ekki að vera mál að fynna driver fyrir skjákort.

Ég fór í Device manager og gáði og þar kom í ljós að skjákortið væri á sínum stað með sína drivera. Hinsvegar var undir “Other Devices” “Unknown Device”. Ég fór í properties og þar kemur fram að viðkomandi hardware sé staðsett á skjákortinu.

Hér er mynd af þessu öllu saman:

http://img113.imageshack.us/my.php?image=untitled3wc5.jpg

Getur einhver sagt mér hvað þetta getur hugsanlega verið?
/Kv. Snjólfurinn