Ég er nýbúinn að fá mér Asus móðurborð og það eina sem ég geri þessa dagana er að taka við viðvörunum frá forriti sem fylgist með hitastigi á örgjörvanum og voltum og fleiru. Hvernig getur það verið að voltin hrynji allt í einu niður í 1-2 sek. og svo er allt í lagi þanngað til að það hrynur niður aftur? Það sem aðallega hrynur niður eru voltin inn á móðurborðið (12V) og inn á minnið (3,3V), samt hefur hún ekkert verið að frjósa og vinnur vel. Dettur einhverjum eitthvað í hug af hverju þetta gerist?
Ég er með 300W powersupply CTX. Ég þarf að fá mér aðra viftu fyrir 1400 AMD, ég get ekki notað ThermalRight, veit einhver hvar er hægt að kaupa góða öfluga viftu sem gerir mann ekki heyrnarlausann og kælir VEL.
Kveðja Bingi.