Ég er alveg dottinn úr vélbúnaðarmálunum núna í dag og var að pæla í hvort þið Hugarar gætuð kannski ýtt mér í rétta átt.

Nú er gamla draslið mitt við það að bræða úr sér og mig vantar nýja tölvu. Er að pæla í “öllum pakkanum”… það er kassa, móðurborði, örgjörva, viftum, vinnsluminni og (ódýru) skjákorti.

Aðalmálið er að hún sé hljóðlát. Vifturnar, power supplyið og allt saman.

Svo er annað að mig vantar kassa. Einhvern nettan kassa sem ég kæmi nokkrum hörðum diskum í án þess að það yrði of þröngt, en samt ekki eitthvað huge.

Ég er að leita að frekar ódýrri tölvu. Er ekkert í leikjaspilun eða slíku… En samt það góðri að ég þurfi ekkert að pæla í að uppfæra hana næstu árin.

Einhverjar tillögur?

Takk.