þá er ég að tala um iPod, MP3 spilara, flakkara, nýrri tegundir síma og svo framvegis. ekkert af þessu kemur upp í My Computer.

þetta hefur verið viðvarandi hjá mér núna á hátt í ár. það sem hefur valdið því að ég hef látið þetta yfir mig ganga og ekki nennt að standa í að reyna að fixa er að þá minnkar tími minn í WoW :) en einnig líka að þá hefði ég þurft að eyða peningum sem ég er ekki svo mjög viljugur að láta af hendi.

ég hef getað komist hjá þessu vandamáli með því að fara í Computer Management og opnað external drifin þar, en núna virkar þetta ekki með iTunes + ipod. ég get fundið ipodinn í Computer Management en í Preferences í iTunes stendur að “No ipod connected” og þá er tölvan að ljúga þar sem augljóst er að iPodinn er tengdur.

ég hef prófað að fara á microsoft síðuna og support síðuna hjá apple.com en þetta er allt saman eitthvað sem ég skil ekki, ég er leikjanörd ekki tölvunörd. því vildi ég athuga hvort væri einhver séns á a finna hjálp hér, og þá kannski á íslensku as well.
——————————————-
það sem mér dettur helst í hug að gæti haft áhrif á það að tölvan láti svona geti verið að stýrikerfið sé eitthvað brenglað, ekki alveg svp slæmt að ég sé með windows 95 en mjög nærri; eða Win XP pro. ég er með tvo internal harða diska + geisladrif sem öll koma fram í My Computer, external cd-skrifarinn minn hætti allt í einu að koma þar og þ.a.l. allt annað sem tengist með usb. Device manager segir mér að þessir hlutir eru allir til staðar og tengdir og Working Properly.

í Computer Management sést drifið (iPodinn) og file systemið er FAT32 en file systemið á diskunum mínum er NTFS. ég veit ekki hvort það eigi að vera vesen, vegna þess að þetta reyndist ekki vera vesen í annarri tölvu sem ég prófaði en þar kemur allt upp í My Computer o.s.frv.

eitt enn sem mér dettur í hug. ég var með logitech webcam no name, minnir að þar hafi ekki verið neitt spes nafn á því. svo eyddi ég logitech fælnum óvart út og þegar ég ætlaði að endurinstalla þá kom bara “Fatal error” og eitthvað um að installingin hefði mistekist. þar af leiðandi er Logitech webcameran uppsett í “add/remove programs” listanum, finn ekki diskinn lengur og get ekki eytt þessu út. og það er svo mig minni að þessi vandamál talinn upp að ofanverðu hafi byrjað einhvern tímann eftir þetta.

en, ég vona að ég fái einhverja hjálp, þetta fer að gera mig vitlausan bráðum.

Bið að heilsa.

RabbiD.
—————————————-