Hefur einhver lent í því að nota DEMO útgáfur af windvd og powerDVD, þær eiga virka þannig að þær spila bara í 5 mín í senn og svo þarftu að restarta honum nú eða kaupa það…

En!

Þessi kuntuforrit er búin að búa svoleiðis um hlutina að þau hafa gert hina tvo spilarana að DEMOUM!, mediamatic spilari sem fylgdi með drifinu og svo auðvitað windows dvd spilarinn……
þeir bara hætta að spila eftir 5 mín alveg eins og beturnar af windvd og powerdvd…..sem þeir gerðu ekki áður.

Það virkaði ekki að hreinsa út og láta inn spilarana aftur svo ég endaði á að senda e-mail til support hjá intermedia sem gefur út powerdvd( ég held að það sé honum að kenna frekar en windvd) og lýsti þessu og gerði mér kannski vonir um að geta upplýst þá um villu í forritinu..

Ég fékk svar daginn eftir og það hljóðaði svona stutt og laggott…:

Þýtt: Við ráðum ekki yfir/sjáum um vandamál annarra dvd spilaraforrita en power dvd..

Hvurslags!
Ég skil það að þeir séu ekki að vinna í öðru en þeirra vörum en þegar þeirra vara sem er Demo er farinn að gera hin forritin að demoum!! #"%$#!&&

Hefur einhver lent í þessu?